Það sem undir býr - Fjallabræður
ฝัง
- เผยแพร่เมื่อ 8 ก.พ. 2025
- Það sem undir býr er lag af þriðju breiðskífu Fjallabræðra Hosiló.
Lag: Halldór Gunnar Pálsson
Texti: Magnús Þór Sigmundsson
Einsöngur: Sveinbjörn Hafsteinsson
Píanó: Tómas Jónsson
Gítar: Halldór Gunnar Pálsson
Viltu vera mér
vor í öllu hér
Í sumri svalalind
og sjón ef nótt er blind
Vinur vonarnaust
veisluhald um haust
Ást sem undir býr
og að mér snýr
Ég vil vera þér
um vetur heitur hver
Sæla þín í sorg
sól í þinni borg
Svo margt í minni geymt
misst og endurheimt
Mig ástar eldur laust
er þú mig kaust
Ó þú... mínu lífi hefur breytt... segðu mér
Ó þú... segðu mér því eitt... já segðu mér
Ó þú... hvað býr í þinni sál
Lífsins leyndarmál
ljóst er mér þitt bál
Logandi mín lund
ég lofa ástarfund
Svo margt í minni geymt
misst og endurheimt
Mig ástar eldur laust
er þú mig kaust
Ó þú... mínu lífi hefur breytt... segðu mér
Ó þú... segðu mér því eitt... já segðu mér
Ó þú... hvað býr í þinni sál
Myndband
Leikstjórn og framleiðsla: Guðgeir Arngrímsson
Kvikmyndataka og klipping: Erla Hrund Halldórsdóttir
Annar tökumaður og B-cam: Hallgrímur Jóhann Hallgrímsson
Ljósamaður: Helgi G. Thoroddsen
Eftir því sem ég hlusta oftar á þetta lag ,fæ ég gæsahúð ,gæsahúð , þvílíkt flottur fluttningur og einsöngvarinn er svo flottur
Bara æðislegt út í gegn . Elsku Svenni bróðir minn stolt af þér og Halldór Gunnar fallegt lag, Magnús fallegur texti, Fjallabræður flottir eins og alltaf ! Hlakka til útgáfutónleikanna.
+Ragnheiður Helga Hafsteinsdóttir Og myndbandið ekki verra !
+dabbmundur Rétt er það , frábært myndband sem sýnir kærleikann og vináttuna sem býr í þessum kór.
Great song, love it, and the clip too!
Yndislegt
Geggjað lag. og flottur fluttningur !!!!!!!
CLAP, fuuuugggggggh yes
Í faðmi fjalla blárra
Fallegt
Ótrúlega fallegt.
Dásamlega fallegt.
dásemd
Dásamlegt
rosa flott strákar