Leikjaþáttur
ฝัง
- เผยแพร่เมื่อ 21 ม.ค. 2025
- Þessi þáttur er rosalegur, við ábyrgjumst það eiginlega að þú munir tárast úr hlátri allavega tvisvar sinnum.
Við byrjum nýtt ár á því að opna einn kaldan og fara í einn skemmtilegasta og misheppnaðasta spurningarþátt allra tíma! Við ræðum stuttlega um áramótaheit og íslenska leikjaþætti sem við munum eftir, eins og Bingó Lottó, SPK, Jing Jang og fleiri.
Svo förum við í spurningaleiki, Birkir og Þröstur keppast um að vita betur í Krakka kviss spurningum frá Daða, Birkir á svo mesta leikjaþáttaklúður í sögunni, hann setur Daða og Þröst í „Hvor þekkir hvorn betur“ og þessi leikur endar í þvílíku hysteríurugli að annað eins hefur aldrei sést, mikið hlegið og hneykslast, klúður frá A til Ö, spurningaleikur þar sem þátttakendur kunna ekki leikinn, og ekki heldur spyrillinn, þátturinn lokast svo á spurningarkeppni um bíómyndir, giskað út frá vísbendingum. Hér byrjum við árið á algjöru klúðri en djöfull var gaman!