Íslensk Jólalög - 12 mínútur af jólalögum | Adam átti syni sjö, Babbi segir og margir fleiri
ฝัง
- เผยแพร่เมื่อ 3 ธ.ค. 2024
- Gleðileg jól!
1.
Adam átti syni sjö,
sjö syni átti Adam.
Adam elskaði alla þá
og allir elskuðu Adam.
Hann sáði, hann sáði,
hann klappaði saman lófunum,
stappaði niður fótunum,
ruggaði sér í lendunum
og snéri sér í hring.
2.
Babbi segir, babbi segir:
„Bráðum koma dýrðleg jól".
Mamma segir, mamma segir:
„Magga fær þá nýjan kjól".
Hæ, hæ, ég hlakka til,
hann að fá og gjafirnar.
Bjart ljós og barnaspil,
borða sætar lummurnar.
3.
Jólasveinar einn og átta,
ofan komu af fjöllunum.
Í fyrrakvöld þeir fóru að hátta,
fundu hann Jón á Völlunum.
Andrés stóð þar utan gátta,
það átti að færa hann tröllunum.
Þá var hringt í Hólakirkju,
öllum jólabjöllunum.