Óðinn kemur til Grindavíkur.

แชร์
ฝัง
  • เผยแพร่เมื่อ 29 ก.ย. 2024
  • Óðinn til Grindavíkur.
    Fyrrum varðskip okkar Íslendinga sigldi inn til Grindavíkur í dag í tilefni Sjóarans síkáta, en svo nefnast hátíðarhöld okkar Grindvíkinga um sjómannahelgina.
    Í för með Óðni frá Reykjavík var Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson.
    Það var bjart yfir þegar þetta eitt merkasta skip okkar Íslendinga sigldi prúðbúið, fánum prýtt inn Járngerðarstaðasundið til Grindavíkur. Línuskip Vísis hf Páll Jónsson GK 7 og Sighvatur GK 57 sem fóru í skemmtisiglingu með gesti og gangandi sigldu til móts við Óðinn og fylgdu svo í kjölfar hans inn til hafnar aftur.
    Óðinn var smíðaður í Álaborg í Danmörku 1959 og kom til landsins í byrjun árs 1960. Skipið er 910 tonn að stærð, 63 m á lengd og 10 m á breidd.
    Óðinn átti eftir að reynast Landhelgisgæslunni vel í komandi þremur þorskastríðum og fjölmörgum björgunaraðgerðum. Þekktasta og árangursríkasta vopn Óðins í þorskastríðunum voru togvíraklippurnar, sem sjá má á afturdekki skipsins. Alls dró skipið tæplega 200 skip til lands eða í landvar vegna bilana, veiðarfæra í skrúfu eða eldsvoða um borð. Einnig dró hann flutninga- og fiskiskip fjórtán sinnum úr strandi. Þá bjargaði skipið áhöfnum strandaðra skipa þrisvar sinnum og tvisvar bjargaði það áhöfnum sökkvandi skipa.
    Skipið er í dag í eigu Hollvinasamtaka varðskipsins Óðins og hefur verið varðveitt sem safnskip við Vesturbugt í Reykjavík frá árinu 2008. Undanfarin ár hefur hópur vélstjóra og lofskeytamanna unnið að viðgerðum á skipinu. Eftir að sérstök reglugerð um siglandi safnskip var sett á síðasta ári hefur verið unnið markvisst að úttekt á ástandi skipsins. Jafnframt er unnið að því að skipið verði tekið aftur inn á íslenska skipaskrá og það fái haffæri til siglinga með ströndum að sumri til.

ความคิดเห็น •